Hæstánægð með bráðabirgðaleikskóla

Hæstánægð með bráðabirgðaleikskóla

Hæstánægð með bráðabirgðaleikskóla

Neðstu hæðinni á Kringlunni 1, sem um skeið hýsti Morgunblaðið, var breytt í leikskóla á þremur vikum. Leikskólinn Sunnuás flutti þangað inn í byrjun júní til þess að viðgerðir gætu hafist á húsnæði skólans við Dyngjuveg. Húsnæðið er aðeins hugsað til skamms tíma á meðan beðið er eftir færanlegum stofum til að stilla upp á lóð skólans.

Rakel Ólafsdóttir aðstoðarleikskólastjóri segir húsnæðið að mörgu leyti skemmtilegra en það sem nú er í viðgerð. „Skólinn á auðvitað heima í Laugardalnum, en húsnæðið hér er miklu betra og okkur líður miklu betur í þessu húsnæði. Færanlegu kennslustofurnar þurfa að vera ansi góðar til að vera betra en þetta.“

Vinnumálastofnun flutti nýverið úr húsinu í Kringlunni vegna mygluskemmda á efri hæðum. Rakel segir að Reykjavíkurborg hafi, í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu, gengið úr skugga um að neðsta hæðin væri í lagi og komið fyrir sérstökum loftgæðamælum á veggjum. Rakel segir að heilbrigðiseftirlitið hafi hins vegar haft áhyggjur af hljóð- og svifryksmengun vegna nándar við umferðargötur og því stillt upp mengunarmælum utan á húsið.

Og börnunum virðist líða vel hér? „Já, ég meina, fyrstu dagana eftir að við flytjum hlaupa þau í fangið á okkur og segja, þetta er uppáhaldsleikskólinn minn. Þannig að ég myndi halda að þeim líði bara alveg ágætlega hérna ,“ segir Rakel , samkvæmt RUV.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri