Gosdrykkjaþamb eykur líkur á sykursýki
Neysla sykraðra drykkja hefur verið tengd við offitu, sem er velþekktur áhættuþáttur þegar sykursýki 2 er annars vegar en nú sýna rannsóknir að þyngdaraukning tengd ofneyslu gosdrykkja er ekki eini áhrifavaldurinn. Gosdrykkir hindra upptöku insulins í líkamanum og þarf ekki offita að koma til.
Rannsóknin tók til nærri 30 þúsund einstaklinga í átta Evrópulöndum og var gerð í kjölfar sambærilegrar rannsóknar í Bandaríkjunum, þar sem neysla gosdrykkja er algengari. Niðurstöðurnar eru samhljóða.
Nick Wareham, prófessor við Medcial Research Council´s, sem hafði yfirumsjón með rannsókninni, segir engan vafa leika á því að það er fylgni milli neyslu gosdrykkja, offitu og svo því að fólk þrói með sér sykursýki 2, samkvæmt vísir.
Nánar má lesa um þessa rannsókn hér.
{loadposition nánar fréttir}