gongur efla minni

Göngur efla minnið

Samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamanna við Pittsburg háskólann í Bandaríkjunum þá stækkar, drekinn það svæði heilans sem sér um minnið, ef fólk stundar gönguferðir. 120 sjálfboðaliðar eldri en 60 ára tóku þátt í rannsókninni sem stóð í eitt ár. Helmingur hópsins gekk í 40 mínútur á dag þrisvar í viku en aðrir gerðu einungis léttar æfingar.

Hjá gönguhópnum stækkaði minnisstöðin í heilanum um 2% en rýrnaði um 1,4% hjá samanburðarhópnum, sem telst eðlileg öldrun. Bætt minni gönguhópsins er talið tengjast stækkun minnisstöðvar heilans. Vísindamennirnir segja að nú sé fundin leið til þess að menn tapi ekki minninu við öldrun, þessi uppgötun sé mikilvæg í baráttu gegn elliglöpum. Aldrei sé of seint að skella sér í göngutúr til þess að halda heilanum heilbrigðum.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *