fot kosti ekki meira

Föt kosti ekki meira en 600 krónur

Ráðherrann kynnti skýrslu sérfræðinganna í gær en hefur ekki viljað segja hvort eða hvenær viðmiðin verði til þess að hækka bætur.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að á þessu stigi þori stjórnvöld ekki að opinberum, löglegum viðmiðum því það muni kalla á mikil fjárútlát af hálfu ríkisins og þetta að einhverju leyti inngrip í kjarasamninga sem nú séu undir.
En lítum nánar á það sem sérfræðingarnir telja að dugi fólki til framfærslu. Í skammtíma eða til allt að níu mánaða þarf einstætt foreldri með barn á leikskólaaldri að hafa tæpar 274 þúsund krónur á mánuði ef fjölskyldan býr í eigin húsnæði og notar bíl til og frá vinnu. Gert er ráð fyrir að 62 þúsund krónur fari í mat.
Þá er gert ráð fyrir að litlu fjölskyldan þurfi rúmar 1.900 krónur til að kaupa föt og þar eiga föt á barnið ekki að kosta meira en 566 krónur, það er erfitt að finna föt á leikskólabarn sem kosti svo lítið.
Húsnæðið á samkvæmt þessu ekki að kosta meira en 80 þúsund krónur og rekstur á bíl 71 þúsund.
Þetta er það sem fólk á að geta þolað í stuttan tíma en þegar til lengri tíma er litið er talið að sama fjölskylda þurfi að kosta jafnmiklu í mat en heldur meiru í föt á barnið eða tæplega fimm þúsund og sjö hundruð krónur. Ljóst er að enn eru þó ekki til nægir peningar fyrir kuldaskónum. Þetta grunnviðmið gerir ráð fyrir að foreldrið losi sig við bílinn og ferðist um í strætó.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

 

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *