Getnaðarvarnarpillur innkallaðar
Pillurnar eru seldar undir mismunandi vörumerkjum, þorrinn undir heitinu Lo/Ovra-28. Röng blanda veldur því, að pillurnar koma ekki í veg fyrir þungun, eins og til er ætlast. Í pakkningunum er 21 pilla með virku efni en sjö með óvirku efni. Af einhverjum sökum var pillunum ruglað saman og því virka þær ekki rétt. Pfizer hvetur konur, sem taka getnaðarvarnarpillur frá fyrirtækinu, til að hafa samband við lækninn sinn og fá nýjan skammt.
Pillurnar hafa ekki verið til sölu hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun.
{loadposition nánar fréttir}