Full ástæða fyrir skimun
Upplýsingagjöf vegna skimunar hafi þó ekki verið nógu góð.
Samkvæmt nýrri rannsókn virðist skimun fyrir brjóstakrabbameini engin áhrif hafa á dánartíðni vegna sjúkdómsins. Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor í heimilislækningum, telur þetta gefa ástæðu til að endurskoða skimun hér á landi, en hann telur einnig að upplýsingum til sjúklinga hafi verið ábótavant.
Helgi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala, segir að viss rétttrúnaður hafi ríkt, meðal þeirra sem eru fylgjandi skimun annars vegar og hinsvegar þeirra sem telja hana óþarfa. Finna megi vandaðar rannsóknir sem styðji bæði sjónarmið. Hann segir gagnrýni á skimun réttmæta að því leyti að árangur af henni hafi vissulega verið ofmetinn. Þó bendi áreiðanlegar kannanir til að skimun hafi lækkað dánartíðni um allt að 20 prósent. Helgi telur gagnsemi skimunar það mikla, að full ástæða sé til að halda henni áfram. Þótt eðlilegt sé að fræðimenn greini á um læknisfræðileg álitaefni sem þetta, verði upplýsingafjöf til almennings þó að vera vönduð. Æskilegt væri að fagfólk og sjúklingarnir sjálfir ynnu að upplýsingagjöfinni í sameiningu.
„Það er ekki Michael Schumacker sem á að hanna vegakerfið. Heldur eru það leikmenn í bland við fræðimenn sem ákveða eiga hvernig hlutirnir eru settir fram og og líka hvernig upplýsingagjöfin er, og hún er ekki nógu góð,“ segir Helgi.
{loadposition nánar fréttir}