Foreldrar berjast við kerfið fyrir talþjálfun

Foreldrar berjast við kerfið fyrir talþjálfun

 Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í síðustu viku neitar Hveragerðisbær að greiða niður kostnað vegna talþjálfunar stúlku í bænum. Samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga eiga sveitarfélögin að greiða niður átján tíma talþjálfun barna á ákveðnu tímabili í þjálfunarferlinu skömmu eftir að börnin hefja skólagöngu. Að minnsta kosti sum sveitarfélög neita að greiða og benda á að þau séu ekki aðili að þessum samningi.

Móðir níu ára stúlku í Reykjavík, sem ekki vill láta nafns getið, segir að vegna að máls dóttur hennar hafi verið sendar inn kærur til velferðarráðuneytisins annars vegar vegna synjunar Reykjavíkurborgar og úrskurðarnefndar almannatrygginga hins vegar vegna synjunar Sjúkratrygginga Íslands.

Móðirin bendir á að tími hjá talmeinafræðingi kosti 7.600 krónur. Það muni um slíka upphæð í hverri viku, sérstaklega hjá öryrkjum eins og hún sé. Málið sé afar snúið fyrir fólk á borð við erlenda foreldra barna með talerfiðleika. Kerfið sé frumskógur þar sem auðvelt sé að rekast á hindranir. Sjúkratryggingar borga 80 prósent af gjaldinu fyrir þann fjölda tíma sem stofnunin samþykkir.

?Ég er tilbúin að berjast alla leið fyrir dóttur mína og öll önnur börn sem þurfa á þessu að halda,? segir móðirin sem kveðst njóta stuðnings umboðsmanns barna og munu fara með málið til umboðsmanns Alþingis ef þörf krefji.

Sigurður Jónas segir að líta verði til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks um að það eigi að hafa jafnan rétt til menntunar og aðrir. ?Það finnst öllum sjálfsagt að kenna börnum að lesa og skrifa vel og því er óskiljanlegt að talþjálfun sé þar undanskilin. Talþjálfun eykur mannlega getu, gefur meiri reisn, styrkir sjálfsímynd, bætir félagslega hæfni og jafnvel dregur úr einelti. Hér eru stjórnvöld og bæjarfélög að þverbrjóta á réttindum barna með sérþarfir,? segir Sigurður sem telur talþjálfun vera sjálfsagðan hluta af kennslu og eiga að vera í boði í öllum skólum landsins, amkvæmt vísir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri