Sjónvarpsgláp tengt offitu barna
|

Sjónvarpsgláp tengt offitu barna

Sjónvarpsgláp tengt offitu barnaÁhættuhópur Ný rannsókn sýnir fram á að sjónvarpsáhorf ungra barna hefur áhrif á þyngd og úthald þeirra til lengri tíma litið.

Börn sem að horfa mikið á sjónvarp á aldrinum tveggja til fjögurra ára verða orðin þyngri en þau ættu að vera þegar þau ná tíu ára aldri. Þetta eru niðurstöður kanadískrar rannsóknar sem greint er frá á fréttavef BBC. Ekki er mælt með því að börn horfi lengur á sjónvarpið en tvo klukkutíma á dag því fyrir hverja umfram klukkustund á viku bætist hálfur millímetri við mittismálið.

Fylgst var með 1.314 börnum á aldrinum tveggja til fjögurra ára. Í upphafi horfðu þau að meðaltali í 8,8 klukkustundir á sjónvarpið á viku. Á næstu tveimur árum jókst meðaltalið um sex klukkustundir og við fjögurra ára aldur var meðaltalið komið í 14,8 klukkustundir á viku. Fimmtán prósent þeirra horfðu á sjónvarpið í átján klukkustundir á viku. Þau börn sem horfðu lengst á sjónvarpið höfðu mesta mittismálið við tíu ára aldur.

Mittismálið var ekki það eina sem var kannað heldur einnig styrkur og virkni barnanna. Börn sem höfðu horft mikið á sjónvarpið komu illa út úr því mati.

Nauðsynlegt þykir að rannsaka enn frekar sambandið milli sjónvarpsáhorfs og offitu barna. Matar- og hreyfivenjur lærast á þessum unga aldri og þess

vegna er sömuleiðis mikilvægt að fylgjast með hvaða upplýsingar börnin fá í gegnum sjónvarpið og tölvuna, samkvæmt vísir.

oli
Author: oli

Vefstjóri