Fleiri konur með meðgöngusykursýki

Fleiri konur með meðgöngusykursýki

 

Mikilvægt er að meðhöndla sykursýkina, en sjúkdómurinn getur haft margvíslegar afleiðingar í för með sér. Fæðingin sjálf getur verið konum erfiðari, þar sem börn kvenna með meðgöngusykursýki eru yfirleitt stærri.

„Barnið stækkar ef það fær svona mikinn sykur. Þá verður fæðingin erfiðari og barnið getur lent í fylgikvillum, svo sem sykurfalli og auknum líkum á að það þurfi að fara á vökudeild eftir fæðinguna. Síðan eru að koma meiri og meiri upplýsingar um langtímfylgikvillana, eins og að þessi börn eigi í meiri hættu á að fá sykursýki í framtíðinni þegar þau vaxi úr grasi. Móðirin sem er greind með meðgöngusykursýki er svo í hættu á að fá tegund tvö sykursýki innan fárra ára,“ segir Arna Guðmundsdóttir, sérfræðingur í innkirtlalækningum.

Sífellt fleiri barnshafandi konur greinast með sjúkdóminn hér á landi en á árunum 2003 – 2009 varð hundrað prósent aukning á greiningu hans og síðan þá hefur tilfellunum farið fjölgandi.

Ástæða þessarar aukningar er hækkandi aldur kvenna þegar þær verða barnshafandi og breytingar á lífstílsháttum.

„Það er vaxandi offita, en hún er gríðarlega algeng hjá yngra fólki og færist neðar og neðar í aldurshópana,“ segir Arna jafnframt.

Óregla á matmálstíma hefur líka áhrif, eins og þegar fólk er að sleppa morgunmat, borða óreglulega og borða allt of mikinn skyndibita.

Arna segir að regluleg hreyfing sé nauðsynleg heilsu kvenna. Einnig segir Arna mikilvægt að borða reglulega og borða hollt, samkvæmt vísir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri