Fæðingum fækkar milli ára

Fæðingum fækkar milli ára

Þetta er fækkun frá 2010 þegar 4.907 börn fæddust. Drengirnir sem fæddust í fyrra voru 2.327 en stúlkurnar 2.169.

 

Bent er á að þrátt fyrir fækkunina sé fjöldi fæðinga í fyrra engu að síður svipaður og meðaltal undanfarinna áratuga en árgangurinn 2011 er sá 26. stærsti frá 1951.

Fæðingartíðnin, það er fjöldi fæðinga á hverjar 1.000 konur á aldrinum 20 til 44 ára, var 68 árið 2011, samanborið við 73,7 árið á undan.

Flestar fæðingar í fyrra urðu í ágústmánuði, alls 428, og í júlí en þá fæddust 405 börn.

Fæstar fæðingar urðu í fyrra í október en þá voru þær 336. Árið 2010 fæddust flestir í september eða alls 472. Það ár fæddust fæstir í febrúar eða 372, samkvæmt vísir.

Tölur um fæðingar ná til allra barna mæðra sem eiga lögheimili á Íslandi við fæðingu, hvort sem þau eru fædd innanlands eða utan.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri