Pillan verði aðgengilegri
Með þessu ætti að vera unnt að sporna gegn ótímabærum þungunum.
Árlega eru framkvæmdar á bilinu 900 til nærri 1.000 fóstureyðingar. Fyrir tíu árum fóru 220 stúlkur á aldrinum 15 til 19ára í fóstureyðingu. Fjöldinn hefur svo verið breytilegur síðustu árin. Nýjustu tölur eru frá 2010, þá fóru 177 unglingsstúlkur í fóstureyðingu.
Tilgangur velferðarráðherra með frumvarpinu er að bæta aðgengi kvenna að kynheilbrigðisþjónustu. Frumvarpið var nýverið lagt fram í ríkisstjórn og kveður það á um að ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, þar á meðal skólahjúkrunarfræðingar, fái heimild til að ávísa getnaðarvarnarpillunni. Þetta er þó háð því að þær ljúki sérstöku námskeiði í Háskóla Íslands og landlæknir veiti þeim leyfi til lyfjaávísananna.
Formaður velferðarnefndar Alþingis vill að aðgengi allra ungmenna undir 24 ára aldri að heilsugæslunni verði bætt með sérstökum móttökum þar sem ungmenni geti sótt sér heilbrigðisþjónustu. Þau hafi ýmsar sérþarfir til að mynda varðandi kynheilbrigði og vímuefnanotkun, samkvæmt ruv.
{loadposition nánar fréttir}