Fá ekki fólk til að semja frumvarp um staðgöngu
Tillagan fól velferðarráðherra að skipa starfshóp um málið og leggja fram frumvarp „svo fljótt sem verða má”.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur reynst erfitt að fá fólk til þess að taka sæti í starfshópnum, en unnið hefur verið að skipun hans í talsverðan tíma. Reynt hefur verið að finna óháða sérfræðinga í hópinn. Gert er ráð fyrir því að hann eigi nokkuð erfitt verk fyrir höndum við að skrifa frumvarp, enda málið bæði umdeilt og viðkvæmt.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segist vona að skipun hópsins geti lokið á næstu dögum eða vikum. Búið er að skipa formann hópsins. Hann segir málið í raun fela í sér tvö ólík verkefni, annars vegar að fara í gegnum álitamál tengd staðgöngumæðrun og hins vegar að semja frumvarpið. „Það er það sem hefur tafið okkur, að finna út hvernig á að gera þetta svo þetta verði ekki hópur sem er að togast á um hlutina heldur leitar bestu lausna.”
Gert er ráð fyrir því í velferðarráðuneytinu að frumvarp um málið verði lagt fram á næsta þingi. Guðbjartur segir að stefnt sé að því en það muni þó verða að ráðast af vinnunni í hópnum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar. Hún segist orðin mjög óþreyjufull eftir því að lokið verði við skipun hópsins. „Þetta fer að verða meðgöngutími, þetta var fyrsta málið sem var klárað á þingi eftir áramót. Þessari nefnd var falið að skrifa frumvarp og það átti að gefa henni nægan tíma, en mér finnst vera búið að sóa tímanum í hálft ár,” segir hún. „Það mun taka tíma að gera þetta vel og því finnst mér mikilvægt að menn fari að koma sér að verki.” samkvæmt vísir
{loadposition nánar fréttir}