Ekki fleiri börn í bili
„Kannski vil ég eignast fleiri börn eftir nokkur ár en í dag vil ég vera viss um að vera til staðar fyrir Suri,” lætur Katie hafa eftir sér í Marie Claire tímaritinu.
„Ég er yngst af mínum systkinum. Eldri systir mín er fimm árum eldri en ég og þar fyrir ofan í röðinni á ég systur sem er níu árum eldri en ég. Mér fannst frábært að alast upp líkt og ég væri einbirni því ég fékk alla athygli móður minnar. Ég geri það enn í dag og mér líkar það mjög vel,” sagði Katie jafnframt.
{loadposition nánar fréttir}