Eigandi H&M er ríkasti Svíinn
Efstur þeirra er Stefan Persson, eigandi verslanakeðjunnar H&M. Hann er í áttunda sæti listans.
Eignir Persons eru metnar á 26 milljarða dollara, jafnvirði hátt í 3.300 milljarða íslenskra króna. Systir Stefans, Liselott Persson, er í 304. sæti á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi og er jafnframt fimmti ríkasti Svíinn. Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, var ríkasti Svíi ársins 2010, samkvæmt úttekt Forbes. Hann var þá númer 11 á heimslista blaðsins. Í fyrra var hann fallinn niður í 162. sætið og er núna númer 377. Skýringin er sú, að sögn sænskra fjölmiðla, að eignarhaldið á IKEA hefur verið flutt sjóð í skattaskjólinu Lichtenstein. Ríkasti maður í heimi þriðja árið í röð er Carlos Slim Helu frá Mexíkó. Forbes metur eignir hans á 8.700 milljarða króna.
{loadposition nánar fréttir}