14 ára sigraði í 14 leikjum
Þannig vann Sverrir Örn Björnsson alþjóðameistarann Björn Þorfinnsson, og Einar Hjalti Jensson gerði jafntefli við Íslandsmeistarann, Héðin Steingrímsson.
Þá gerðu hin ungu og efnilegu Vignir Vatnar Stefánsson og Nansý Davíðsdóttir bæði jafntefli við mun stighærri andstæðinga. Og Oliver Aron Jóhannesson átti 14 ára afmæl í gær og fagnaði því með sigri á mun stighærri skákmanni í aðeins 14 leikjum!
Íslenskir skákmenn fengu tækifæri á að tefla við afar sterka skákmenn í gær. Þannig tefldi Sigurður Daði Sigfússon við Fabiano Caruana, sjöunda stighæsta skákmann heims, Róbert Lagerman við Hú Jifan, heimsmeistara kvenna.
Auk Sverris hafa átta Íslendingar tvo vinninga eftir tvær umferðir, eða fullt hús; Hannes Hlífar Stefánsson, Henrik Danielsen, Stefán Kristjánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Jón Viktor Gunnarsson, Bragi Þorfinnsson, Þröstur Þórhallsson og Dagur Arngrímsson.
Þriðja umferð verður tefld á morgun og hefst kl. 16:30. Skákskýringar hefjast kl. 19 og verða í umsjón Helga Ólafssonar, samkvæmt ruv.
{loadposition nánar fréttir}