Ég hef ekki sofið í tvo mánuði
Hún eignaðist soninn Camden með eiginmanni sínum Nick Lachey fyrir tveimur mánuðum og segist ekkert hafa sofið síðan.
“Ég hef ekki sofið síðan 12. september,” segir Vanessa. Hennar mesta áskorun eru bleyjuskipti.
“Í fyrsta sinn sem ég skipti um bleyju gerði ég tvö nýliðamistök. Númer 1: Ég setti ekki nýja bleyju undir þá gömlu og númer 2: Ég leyfði honum ekki að klára. Við Nick hlógum dátt af því.”
Hún er ekki í vafa um hvaða ráð hún gefur nýbökuðum mæðrum, samkvæmt vísir.
“Ekki vera hræddar við að fá hjálp. Segðu já ef einhver vill koma til þín og elda og þrífa.”
{loadposition nánar fréttir}