Dagforeldrum fjölgað um 30 í Reykjavík – eru nú yfir 200
Markvisst átak til að fjölga dagforeldrum hófst í lok síðasta árs og lauk stór hópur réttindanámi í byrjun ársins, eða 35 manns. Tæplega 900 börn dvelja um þessar mundir hjá dagforeldrum í Reykjavík.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni.
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir 180 milljónum króna til að mæta aukinni þörf fyrir dagforeldra vegna stórra fæðingarárganga 2009 og 2010, en fyrirséð er að um 1.000 börn verði að jafnaði hjá dagforeldrum á þessu ári.
Verið er að auðvelda dagforeldrum að starfa saman í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar og verður það auglýst til leigu í sumar.
Áfram verður unnið að því að fjölga dagforeldrum í Reykjavík með kynningu og námskeiðum til að mæta megi þörfum foreldra með börn sem fædd eru 2010 og 2011.
{loadposition nánar fréttir}