Ósk um að heita Óskir hafnað

Ósk um að heita Óskir hafnað

Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um að taka kvenmannsnafnið Óskir á mannanafnaskrá. Aftur á móti má nú heita Lýðgerður Míkah. Í úrskurði nefndarinnar um beiðnina um Óskir segir að nafnið uppfylli þrjú af fjórum skilyrðum laga um mannanöfn. Það taki íslenskri eignarfallsendingu, Óska, sé ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og sé ekki þannig…

Tæp tvö þúsund ný leik­skóla­pláss í Reykja­vík á næstu fimm árum

Tæp tvö þúsund ný leik­skóla­pláss í Reykja­vík á næstu fimm árum

Á næstu fimm árum verða til 1.987 ný leikskólapláss, sem dreifast á hverfi borgarinnar, samkvæmt tillögum sem borgarráð samþykkti í dag. Flest leikskólapláss bætast við í Háaleitis- og Bústaðahverfi, 521 talsins, og næstflest í Vesturbæ, 418 talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en tillögurnar koma fram í skýrslu spretthóps borgarstjóra um leikskólauppbyggingu. Spretthópurinn…

Öll börn fái leik­skóla­pláss frá 18 mánaða aldri

Öll börn fái leik­skóla­pláss frá 18 mánaða aldri

Öll börn sem verða 18 mánaða eða eldri 1. september næstkomandi, og eru með umsókn um pláss í borgarreknum leikskólum, hafa fengið boð um vistun. Börn verða tekin inn á leikskóla óháð mönnun og keyrt verður á fáliðun. Í fréttatilkynningu þess efnis frá Reykjavíkurborg segir að þá hafi verið hægt að verða við óskum hjá…

Bannað að heita Gríndal og Illuminati

Bannað að heita Gríndal og Illuminati

Íslendingar mega nú, samkvæmt nýjustu úrskurðum mannanafnanefndar, heita Thiago, Vetle, Dilla, Anteo, Ránar og Heli. Á sama tíma hafnaði nefndin því að fólk megi heita Gríndal og Illuminati. Nýir úrskurðir voru birtir í vikunni. Í úrskurði nefndarinnar um það síðarnefnda segir að nafnið sé latneskt samnafn sem notað hafi verið yfir ýmis leynireglur og leynifélög…

Mæla gegn því að ung­börn séu hnykkt

Mæla gegn því að ung­börn séu hnykkt

Ekki ætti að hnykkja eða losa liði barna yngri en tveggja ára samkvæmt ráðleggingum sem Félag sjúkraþjálfara hefur gefið út. Þá er mælt gegn allri notkun hnykk- og liðlosunarmeðferða við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi hjá börnum og ungmennum sem eru yngri en átján ára. Ráðleggingar félagsins eru gefnar út til stuðnings alþjóðlegs afstöðuskjals sem…

Stjörnuspá Mars 2025

Stjörnuspá Mars 2025

Hrútur Get ready for a triple threat of transformation—emotionally, spiritually, and physically. On the New Moon Eclipse in Aries, ask yourself: how can I use my personal agency to elevate my life, instead of getting lost in the surge of change? Remember, when you call in new dreams, it means you’ll have to make peace…

Öllum heilsast vel eftir fæðingu í há­loftunum

Öllum heilsast vel eftir fæðingu í há­loftunum

Móðir segir allt hafa farið á besta veg þegar hún fæddi barn í flugvél í gær. Einungis fimmtán mínútur liðu milli þess að hún fann að eitthvað væri að og þar til barnið var komið í heiminn. Vélinni var lent á Keflavíkurflugvelli eftir fæðinguna. Bakhtiyor Alimov og Sevara Alimova eru frá Úsbekistan en búa í…

Má heita Amína en ekki Hó

Má heita Amína en ekki Hó

Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína. Mannanafnanefnd kvað upp fjóra úrskurði þann 13. desember síðastliðinn. Beiðnin um karlmannsnafnið Hó náði ekki í gegn sökum þess að orðið sé upphrópun. Ekki sé venja fyrir því að upphrópanir séu gerðar að mannanöfnum. Tekið er fram í…

Stofnuðu Fé­lag ungra mæðra til að rjúfa fé­lags­lega ein­angrun

Stofnuðu Fé­lag ungra mæðra til að rjúfa fé­lags­lega ein­angrun

Það getur verið einmanalegt að vera ung móðir. Þetta segja mæður sem nýlega stofnuðu Félag ungra mæðra sem hefur það að meginmarkmiði að rjúfa félagslega einangrun eftir fæðingu. Margrét Helga, fréttamaður, fékk að sitja fund með framtakssömum ungum mæðrum og börnum þeirra. Fjórtán ungar mæður ákváðu að stofna félagið eftir að hafa fundið fyrir einmanaleika…

Starfs­menn Arion himin­lifandi með daggæsluna

Starfs­menn Arion himin­lifandi með daggæsluna

Arion banki ætlar á næstu mánuðum að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna. Forstöðumaður segist vona til þess að daggæslan létti líf fleiri en bara starfsmanna. Dagvistunin verður í Borgartúni 21, rétt við hliðina á höfuðstöðvum Arion banka. Áætlað er að hún opni um áramótin. Dagvistunin er ætluð börnum á aldrinum tólf til 24 mánaða. Fyrst…