Börnin á Laufásborg geta það sem fæstir fullorðnir hafa tök á

Börnin á Laufásborg geta það sem fæstir fullorðnir hafa tök á

Börnin á Laufásborg geta það sem fæstir fullorðnir hafa tök á

Á þorranum og góunni er hefð fyrir rímnakveðskap á Laufásborg. Nú er tilefnið sérstakt, í þokkabót er verið að fagna 70 ára afmæli hins rótgróna leikskóla við Laufásveg.

Ari Hálfdán Aðalgeirsson, hópstjóri á Laufásborg og tónsmiður, hefur leiðbeint börnunum í þessu efni og stýrði söngnum á stofnun Kvæðabarnafjelagsins.

Ari segir í samtali við fréttastofu að leikskólinn hafi löngum gert rímnakveðskap hátt undir höfði og í því hafi hann notið traustrar leiðsagnar Steindórs Andersen um langt skeið, sem „kennir þeim að kenna börnunum“ að flytja gömlu kvæðin eftir fornum hljómum.

„Við erum að tengja við menningararfinn og rækta í þeim ákveðna tengingu við söguna, hvaðan þau eru að koma,“ segir Ari og lýsir því hve ákaflega móttækileg börnin eru fyrir þessari klassísku hefð.

„Það er náttúrulega hrikalega mikil málörvun í þessu. Þau eiga jafnauðvelt með að læra kenningar eins og bara slangur. Þau koma síðan heim rígmontin og eru búin að læra hvað ‘öldugandur’ þýðir og ‘árahind’ og af hverju það þýðir skip. Svo eru þau að kenna foreldrum og ömmum og öfum þetta og þetta vekur alltaf mikla lukku,“ segir Ari.

Á meðal þess sem hér má sjá flutt er Ekkillinn eftir Davíð Stefánsson. Þar er sjón sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan, samkvæmt visir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri