Börn Amish fólksins þjást mun minna af ofnæmi en önnur börn

Börn Amish fólksins þjást mun minna af ofnæmi en önnur börn

Þetta er niðurstöður nýrrar rannsóknar sem unnin var á vegum ónæmissérfræðingsins Mark Holbreich. Aðeins 5% barna á aldrinum 6 til 12 ára sem alast upp á bóndabæjum Amishfólksins þjást af ofnæmi og astma.

 

Það sem kemur á óvart er að þetta er lægra hlutfall en hjá börnum á bóndabýlum í Sviss sem hingað til hafa verið talin þjást minnst af þessum kvillum af öllum börnum á Vesturlöndunum . Hjá svissneskum bændabörnum er hlutfallið rétt rúmlega 6%. Til samanburðar má nefna að á Íslandi er hlutfallið um og yfir 20%.

Það hefur löngum verið vitað að börn sem alast upp á bóndabýlum eru í mun minni hættu á að fá ofnæmi og astma en önnur börn. Ekki hafa fundist einhlítar skýringar á þessu og jafnvel nefnt að drykkja á ógerilsneyddri mjólk hafi sitt að segja.

Hin nýja rannsókn bendir til að erfðir spili einnig hlutverk. Amishfólkið kom frá Sviss í upphafi 19. aldar og hefur haldið lífsháttum sínum óbreyttum síðan. Það ekur enn um á hestakerrum og veit varla hvað sjónvarp er, samkvæmt vísir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri