Kristen Stewart valin best klædda kona Bretlands

Kristen Stewart valin best klædda kona Bretlands

Katrín hertogaynja af Cambrigde komst á fjórða sæti listans á meðan litla systir hennar, Pippa Middleton náði ekki nema 47. sætinu.

 Stewart þykir líta vel út í hverju sem er og hefur þroskast mikið síðan hún skaust upp á stjörnuhimininn á unglingsárunum. Þrátt fyrir að Twilight-æðinu sé lokið er Stewart heitt nafn í Hollywood. Nýjasta mynd leikkonunnar er Snow White and the Huntsman. Stewart er einnig andlit nýja Balenciaga-ilmsins sem kemur út með haustinu.

Stewart skaut tískufyrirmyndum á borð við Victoriu Beckham og Emmu Watson ref fyrir rass í kosningunni, samkvæmt vísir.

 

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri