Bjóða frystingu ófrjóvgaðra eggja

Bjóða frystingu ófrjóvgaðra eggja

Bjóða frystingu ófrjóvgaðra eggja

„Þetta verður til bóta þegar frjósemin er í hættu hjá konum vegna alvarlegra sjúkdóma. Þetta verður jafnframt hagstætt fyrir þær sem vilja frysta egg áður en frjósemin minnkar,“ segir Snorri Einarsson, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, sem verður yfirlæknir nýju deildarinnar sem verður opnuð í febrúar. Hingað til hafa konur þurft að fara utan í þessu skyni.

Fósturvísar verða frystir með nýrri aðferð. „Þegar starfsfólk hefur náð góðum tökum á þessari nýju tækni getum við boðið frystingu ófrjóvgaðra eggja en hún er flóknari en frysting fósturvísa.“

Verð á frystingu ófrjóvgaðra eggja mun kosta í kringum 500 þúsund. „Þetta mun kosta svipað og að fara í glasafrjóvgun og er þetta aðeins ódýrara en víðast hvar á Norðurlöndum. Ef konur vilja fresta barneignum þurfa þær helst að huga að þessu fyrir 35 ára aldur því að þá er frjósemin mest.“, samkvæmt visir.

{loadposition nánar fréttir}

oli
Author: oli

Vefstjóri