Borða 5.500 sykurmola á ári

Borða 5.500 sykurmola á ári

Borða 5.500 sykurmola á ári

Breska lýðheilsustofnunin (Public Health England, PHE) hvetur nú foreldra til að sækja sér sérstakt smáforrit sem segir til um sykurinnihald drykkja og matar. Frá þessu segir á vef breska ríkisútvarpsins.
Með forritinu má skanna strikamerkingar á matvælum með snjallsíma og fá upp sykurinnihald vörunnar, annaðhvort í fjölda sykurmola eða í grömmum. Smá­ forritið eru hluti af herferð PHE, Change4Life, en með því vonast stofnunin til þess að sporna við tannskemmdum, offitu og sykursýki 2 og að forritið verði til þess að breskar fjölskyldur velji hollari kost.
PHE segir bresk börn borða þrisvar sinnum meira af sykri en ráðlegt er og að börn á aldrinum fjögurra til tíu ára innbyrði um 22 kíló af viðbættum sykri á ári. Það jafngildi um 5.500 sykurmolum eða meira en meðal fimm ára barn vegur. Dr. Alison Tedstone, aðalnæringarfræðingur PHE, segir það koma fólki á óvart hversu mikill sykur leynist í mat, til dæmis í mjólkurvörum og ávaxtadrykkjum, og hvetur fólk til þess að skipta sykruðum drykkjum út fyrir vatn eða léttmjólk. www.bbc.com, samkvæmt visir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri