villi-goi-sveppi-bragi

Árni með Sveppa til Ameríku

Árni Samúelsson, eigandi Sambíóanna, ætlar að fara með Sveppa-myndirnar þrjár til Ameríku og kynna þær á AFM-söluhátíðinni eða American Film Market. Að sögn Sveppa er Árni þegar komin með einn áhugasaman sem vill gjarnan fá að sjá myndirnar. „Hann er búinn að gera alvöru plaköt og allt,“ bætir Sverrir við. 

Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hefur þriðja Sveppa-myndin, sem nú er sýnd í Sambíóunum, malað gull í aðsókn og miðasölu og samkvæmt síðustu tölum hafa rúmlega 27 þúsund manns séð myndina. Rúmlega hundrað þúsund gestir hafa séð myndirnar þrjár og því ekkert skrýtið að erlendir aðilar skuli sýna þessu áhuga. „Við erum líka með eðal-þríleik í höndunum, hann myndi sóma sér vel í hvaða landi sem er.“ 

„Við sendum út stóran pakka í dag og vonandi verður framhaldið jákvætt,“ segir Árni í samtali við Fréttablaðið. Hann er búinn að fá Jim Harvey, virtan sölufulltrúa, til að skoða Sveppa-myndirnar og sjá hvort það sé ekki hægt að koma þeim á framfæri við erlend dreifingarfyrirtæki. „Harvey er mikill reynslubolti, hefur verið innanbúðarmaður hjá stórum sölufyrirtækjum en er núna búinn að stofna sitt eigið fyrirtæki. Og þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert svona; yfirleitt hafa íslenskar bíómyndir bara verið á sölubásum en ekki með sinn eigin sölufulltrúa,“ útskýrir Árni sem telur að Algjör Sveppa-myndirnar eigi mikið erindi við bandarísk börn. „Strákarnir Sveppi og Bragi [Hinriksson] vanda svo vel til verk og allt það efni sem unnið er fyrir myndina, kynningarefni og plaköt, er með því besta sem ég hefð séð.“

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri