Aldrei fleiri heimafæðingar
Málfríður Þórðardóttir, ljósmóðir á Akureyri, segir að sífellt fleiri konur kjósi að fæða heima, enda sé eðlileg meðganga og fæðing ekki sjúkdómur og þurfi því ekki að eiga sér stað inni á sjúkrahúsi.
„Það eru komnar 13 heimafæðingar það sem af er ári og einhverjar konur eiga eftir að fæða sem stefna á heimafæðingu. Ég held við höfum verið með 10 heimafæðingar fyrir tveimur árum en við verðum að fara alveg til ársins 1972 til þess að fá svona tölur.“
Málfríður telur að ástæðan fyrir þessari fjölgun heimafæðinga sé ákveðin vitundarvakning. Ekki sé um tískubólu að ræða heldur hægfara þróun á landsvísu. „Það hefur verið aukning undanfarin ár, svona síðustu þrjú ár hafa verið svona 80 til 90 fæðingar á landsvísu og ég held við séum nú að fara yfir þennan 100 fæðinga múr þetta árið. En þetta mun aldrei verða eins og fyrir 200 árum að allar fæðingar verði heima enda tel ég það alls ekki vera rétt, enda alls ekki allar konur sem ættu að vera heima.“ samkvæmt ruv.
{loadposition nánar fréttir}