6 kílóa barn fæddist í Bandaríkjunum
Barnið vó rúmlega 6 kíló en slíkt er afar sjaldgæft.
Pilturinn Asher Stewardson fæddist í síðustu viku í Iowa í Bandaríkjunum. Við fæðingu var lengd hans rúmir 60 sentímetrar.
Fæðingarlæknar á spítalanum í Des Moines segja að aðeins 0.1% af öllum kornabörnum séu þyngri en 5 kíló.
Foreldrar piltsins vildu ekki að keisaraskurður yrði framkvæmdur og því kom Asher með hefðbundnum hætti í heiminn. Enn fremur vildi móðirin ekki fá mænudeyfingu.
{loadposition nánar fréttir}