Vörukarfan í Hagkaup hækkaði um 4%

Vörukarfan í Hagkaup hækkaði um 4%

Vörukarfan hefur hækkað í 10 verslunum af þeim 15 sem verðlagseftirlitið heimsækir.

Mesta hækkunin var í Hagkaup en á eftir kom Nettó, þar sem karfan hækkaði um 3%, en hún lækkaði mest í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar um 1,8%, Nóatúni um 1,7% og í Iceland um 1,6%. Hreinlætis- og snyrtivörur hafa hækkað í verði í öllum verslununum. Mesta hækkunin er 6,7% hjá Bónus og 6,1% hjá Nóatúni meðan aðrar verslanir hækka minna. Flokkurinn brauð og kornvörur hefur hækkað um 0,6% – 5,5% hjá öllum verslunum nema Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, Iceland og Kjarval.

Sætindi hafa hækkað töluvert í verði hjá 10 verslunum af 15 sem og vöruflokkurinn mjólkurvörur, ostar og egg sem hafa hækkað í verði í 11 verslunum af 15. Líkt og áður sveiflast verð á kjöti töluvert og hafa þær sveiflur umtalsverð áhrif á heildarverð körfunnar, enda vegur sá vöruflokkur þungt. Verð á grænmeti og ávöxtum hefur lækkað hjá 13 verslunum af 15, mesta lækkunin er hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar eða 10,6% og hjá Samkaupum-Úrvali um 9,2%.

{loadposition nánar fréttir}

oli
Author: oli

Vefstjóri