Virkja sköpunargáfu barna
„Þetta eru tímamót því HR ætlar að færa keppnina upp á nýtt stig,” sagði Anna Þóra Ísfold, framkvæmdastjóri keppninnar. Anna bendir á að nám í nýsköpun fylgi ungu fólki út í lífið, gefi því tól til að fá hugmyndir og gera þær að veruleika. Uppskeruhátíð keppninnar er vinnusmiðja sem haldin er á haustin. Þar eru lokaskrefin formuð. Keppnin er fyrir alla grunnskólanemendur og ætlað að efla áhuga á tölvu- og verkfræðigreinum.
Að meðaltali áttatíu grunnskólar af 174 taka þátt í keppninni ár hvert og hafa þátttakendur sent samtals átta þúsund hugmyndir inn í keppnina á síðustu þremur árum.
Grunnskólarnir sem taka þátt hér eru hvaðanæva af landinu, en fáir í Reykjavík. Anna segir það vonbrigði. „Á þessum aldri eru börn svo opin fyrir því að bæta heiminn og umhverfi sitt. Ef sköpunargáfan er ekki þjálfuð og henni haldið við lokast hún.”
{loadposition nánar fréttir}