Vilt þú ilma eins og glænýr iPad?

Vilt þú ilma eins og glænýr iPad?

Eflaust þekkja flestir ilminn sem er af spánýjum bíl. Hins vegar eru ekki jafn margir sem kannast við hina sérkennilegu lykt sem er af nýjum raftækjum frá Apple.

 

Í tilkynningu frá Air Aroma kemur fram að áhugasamur einstaklingur hafi beðið fyrirtækið um að þróa ilmvatnið. Air Aroma lét slag standa og varð að ósk Apple-aðdáandans.

„Það fylgir afar sérstök lykt þegar vörur frá Apple eru opnaðar,” segir á heimasíðu Air Aroma. „Aðdáendur Apple þekkja þennan ilm vafalaust. Í ilmvatninu okkar má finna keim af plast umbúðum, bleki á pappa, plasti og pússuðu áli.”

Ilmvatnið mun þó aldrei fara í almenna sölu. Air Aroma framleiddi ilminn fyrir væntanlega sýningu fyrirtækisins í Ástralíu en þar verða helstu smellir þess kynntir.

Apple-aðdáendur sem einfaldlega verða að ilma eins og nýsleginn spjaldtölva geta þó ávallt nuddað tómum iPad umbúðum á föt sín, samkvæmt vísir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri