Vilja jafna stöðu á tveim heimilum
Vilja þingmennirnir að innanríkisráðherra skipi þriggja manna starfshóp sem semji skýrslu um það hvernig útfæra megi jafnt búsetuform barna sem búa jafnt og til skiptis hjá báðum foreldrum á tveimur heimilum. Markmiðið sé að kanna leiðir til að eyða þeim mikla aðstöðumun sem sé á milli heimila þegar foreldrar sem búi ekki saman en ákveði að ala upp börn sín saman á tveimur heimilum. Þannig eigi hópurinn að taka afstöðu til þess hvort taka skuli upp kerfi sem heimilar börnum að hafa tvöfalt lögheimili, samkvæmt ruv.
{loadposition nánar fréttir}