Velferð barna einna mest á Íslandi

Velferð barna einna mest á Íslandi

 

„UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leggur áherslu á að ná til allra barna – hvar sem þau eru. Í tilkynningu frá þeim segir að rannsóknarritröð samtakanna sé viðleitni til að ná til varnarlausustu barnanna í þeim ríkjum sem hafi almennt náð tökum á vandamálunum sem blasa við öðrum börnum heimsins, svo sem ólæsi og barnadauða. Markmiðið er að ná til allra viðkvæmustu hópanna í efnameiri ríkjum og sjá til þess að ekkert barn sé skilið eftir,” segir Bergsteinn Jónsson, verkefnastjóri UNICEF á Íslandi.

Mælikvarðinn í skýrslunni byggir á fimm sviðum, meðal annars efnislegri velferð barna, menntamálum og heilsufari. Á bak við efnislega velferð er auk annars mæling á hlutfallslegri fátækt barna. Hún mælist 6,5% á Íslandi. Af þeim 29 OECD-ríkjum sem könnuð voru lendir Ísland í 4. sæti. Með mælingu á hlutfallslegri fátækt reynir UNICEF að meta hlutfall þeirra barna sem dregist hafa aftur úr þeirri lífsgæðaþróun sem telst eðlileg í heimalandi þeirra. Hafa verður í huga að til að ná alþjóðlegum samanburði þarf að styðjast við tölur frá 2010.

Skýrslan sýnir að börn á Íslandi sem falla undir fátæktarmörk virðast lenda lengra undir mörkunum en gengur og gerist í nágrannaríkjunum, að Danmörku undanskilinni. Að mati UNICEF á Íslandi er þetta nokkuð sem vert er að rannsaka nánar.

Unicef segir líka að athygli veki að þegar börnin sjálf eru spurð út í efnislega þætti á heimili sínu lendi börn á Íslandi í fyrsta sæti. Börnin séu meðal annars spurð út í sérherbergi, tölvueign á heimilinu og ferðalög. Samkvæmt skýrslunni líða 98% barna á Íslandi ekki skort á þessum sviðum.

Í skýrslunni er einnig að finna mat barna á almennri lífsánægju sinni. Niðurstöður benda til að börn á Íslandi meti lífsánægju sína næstmesta af börnum í öllum 29 ríkjunum sem rannsóknin tekur til, samkvæmt vísir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri