Umræða á villigötum
Frumvarpinu sé ætlað að bregðast við ótímabærum þungunum og fóstureyðingum hjá stúlkum undir átján ára.
Velferðarráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í vikunni frumvarp til breytinga á lyfjalögum og lögum um landlækni sem heimilar hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa getnaðarvarnarlyfjum. Skólahjúkrunarfræðingar, fái þá heimild til að ávísa getnaðarvarnarpillunni. Með þessu ætti að vera unnt að sporna gegn ótímabærum þungunum. Skólahjúkrunarfræðingur benti á í framhaldi af því að stúlkur alveg niður í ellefu ára væru farnar að stunda kynlíf og síðan þá hefur umræðan snúist um það. Elsa segir að umræðan undanfarið sé alveg ótengd frumvarpinu: „Mér finnst málið vera komið frá aðalatriðunum sem er að það er há tíðni þungana og fóstureyðinga hjá unglingsstúlkum hér á landi. Yfirvöldum, foreldrum og okkur öllum ber að bregðast við því.“
Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur bent á í skýrslu að ástæðan fyrir miklum fjöld þungana og fóstureyðinga hjá stúlkum undir átján ára á Íslandi gæti haft eitthvað að gera með aðgengi þeirra að getnaðarvörnum. Elsa segir að með frumvarpinu sé verið að bregðast við því. Hún segir að stúlkurnar hafi alist upp með skólahjúkrunarfræðingunum og treysti þeim. „Ef að það eru tilvik um að 11-12 ára börn séu farin að lifa kynlífi og skólahjúkrunarfræðingar vita af því, þá fara þeir ekki að ávísa pillum á þær stúlkur, heldur tilkynna það til réttra yfirvalda.“ samkvæmt ruv.
{loadposition nánar fréttir}