Þurftu að berjast fyrir læknisþjónustu en dóttir þeirra reyndist með heilahimnubólgu: „Foreldrar vita bara best, sama hvort þau séu tvítug eða fimmtug“

Þurftu að berjast fyrir læknisþjónustu en dóttir þeirra reyndist með heilahimnubólgu: „Foreldrar vita bara best, sama hvort þau séu tvítug eða fimmtug“

Þurftu að berjast fyrir læknisþjónustu en dóttir þeirra reyndist með heilahimnubólgu: „Foreldrar vita bara best, sama hvort þau séu tvítug eða fimmtug“

 

Þau fóru með hana til heimilislæknis síns í Keflavík sem sagði að hún væri með augnsýkingu og lét þau hafa augndropa án þess þó að líta neitt nánar á stúlkuna. Þá nóttina versnaði Ingunni mikið og var með yfir 40 stiga hita.

Sunneva hringdi í þrígang á spítalann og fékk alltaf þær upplýsingar að það væri ekkert annað í stöðunni en að gefa henni bara stíl. „Um morguninn sé ég hana bara hraka strax. Þá sé ég útbrot og hringi aftur og þá bara já gefa henni stíl. Til þess að ég myndi róa mig sagði ég má ég ekki bara koma með hana. Þá fer ég með hana um morguninn og þá bara já þetta er veirusýking,“ segir Sunneva.

Þau segja að þeim hafi liðið hálfpartinn eins og þau væru fyrir lækninum og að þau hafi upplifað sig sem taugaveiklaða og ímyndinunarveika foreldra.

Eftir að heim var komið versnaði Ingunni.

„Við vorum bara ekki að treysta okkur til að vera hérna heima því barnið var bara ekki með meðvitund,“ segir Sunneva.

Eftir mikla baráttu fengu þau loks tíma hjá Domus Medica í Reykjavík. Þar voru viðbrögðin svipuð: þetta væri líklegast bara veirusýking og þau ættu að gefa henni stíla.

Þau segjast ekki hafa tekið það í mál að fara aftur til Keflavíkur með barnið og að á endanum hafi þau fengið það í gegn að fá að fara með stúlkuna á barnaspítalann.

Á barnaspítalnum kom í ljós að barnið var með heilahimnubólgu og var hún sett á gjörgæslu. Næstu tíu daga var fjölskyldan á spítalanum. „Ég upplifði þetta soldið svona að af því við værum ungir foreldrar vissum við bara ekki betur en þetta,“ segir Sunneva.

Þau segjast ekki geta hugsað þá hugsun til hvernig hefði farið hefðu þau hlustað á læknana.

„Þeir sögðu okkur að það væri hægt að missa heyrina, sjónina og svo deyja,“ segir Alexander. „Foreldrar vita bara best, sama hvort þau séu tvítug eða fimmtug,“ segir Sunneva, samkvæmt visir.

{loadposition nánar fréttir}

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *