Sýklalyf á meðgöngu valda astma hjá börnum
Það voru danskir vísindamenn sem unnu að þessari rannsókn en hægt er að fá upplýsingar um hana á vefsíðunni videnskap.dk. Niðurstöður hennar sýna að ef móðir hefur notað sýklalyf á meðgöngunni aukast líkurnar á að barn hennar fái astma um 20%. Það virðist ekki skipta neinu máli hvenær á meðgöngunni sýklalyfið er notað.
Hans Bisgaard yfirlæknir og prófessor í barnasjúkdómum við Kaupmannahafnarháskóla segir að allt bendi til þess að sýklalyfin trufli hina náttúrulegu bakteríuflóru móðurinnar. Þetta geri það svo að verkum að börnunum verður hættara við að fá astma en öðrum börnum.
Um mjög nákvæma rannsókn er að ræða og náði hún til yfir 30.000 barna í Danmörku, Í henni kemur einnig fram að því meira sem móðirin neytir af sýklalyfjum á meðgöngu sinni því meiri hætta verður á að barn hennar fái astma, samkvæmt vísir.
{loadposition nánar fréttir}