Skutlurnar standa fyrir hópakstri mótorhjólakvenna

Skutlurnar standa fyrir hópakstri

Tilefnið er alþjóðlegur mótorhjóladagur kvenna sem haldinn er hátíðlegur í dag, fimmta árið í röð. Allar konur eru því „hvattar til að stíga á fáka sína og hjóla eins og enginn sé morgundagurinn,“ eins og segir á vefnum Mótorsport.is

„Tilgangurinn með þessum degi er að vekja athygli á auknum fjölda kvenna sem hjólar sér til skemmtunar og að hjólasportið sé ekki eingöngu bundið við karlmenn.  Til gamans má geta þess að mestu aukning í motocrossi á Íslandi var einmitt í hópi kvenna árið 2007 og 2008 þó svo að þar hafi aðeins dregið úr, að þá má rekja það frekar til efnahags en áhugaleysis.  Nú má áætla að um fimmtungur keppenda í hverju motocrossmóti sé konur.  Einnig hafa sprottið upp félög hér og þar á Íslandi sem eingöngu eru skipaðar konum og má þar nefna hópinn Skutlurnar,“ segir þar ennfremur.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri