Sáu í hillingum að eignast fyrsta barn ársins – og það gekk eftir
Drengurinn sem kom fyrstur í heiminn á þessu ári fæddist 21 mínútu yfir miðnætti á fæðingardeild Landspítalans. Hann er 15 merkur og 51,5 cm, annað barn foreldra sinna. Í fyrstu leit út fyrir að hann myndi fæðast fyrir áramót, en eftir því sem á leið varð fyrsti janúar að raunhæfri dagsetningu.
„Þá sáum við þetta í hillingum að ná fyrsta barni ársins og það var alveg á bak við eyrað á okkur. Svo sagði ljósmóðirin að þetta barn myndi fæðast ekki seinna en á hádegi og hún myndi ekki sjá okkur aftur og þá var ekki aftur snúið, “ segir Gunnar Ingi Valdimarsson, faðir drengsins.
Nýbakaðir foreldrarnir segja sérstakt að eignast barn á sama tíma og landsmenn eru í óða önn að fagna nýja árinu með flugeldum.
„En það var eiginlega bara stemmning, og svo kom aðal tívolíbomban í lokin,“ segir Gunnar.
Finnst ykkur hann líkjast einhverjum?
„Nei, eða jú, kannski hans megin aðeins. En mér finnst hann svolítið one of a kind, ef það má segja það,“ segir Karlotta Guðjónsdóttir, móðir drengsins.
Parið er búið að velja nafn á drenginn, en það er enn leyndarmál eins og má sjá í myndskeiðinu sem fylgir færslunni, samkvæmt RUV.
{loadposition nánar fréttir}