Prins er fæddur

Prins er fæddur

 

Í yfirlýsingu sem konungsfjölskyldan sendi frá sér kemur fram að móður og barni heilsist vel. Þar segir einnig að Vilhjálmur hafi verið viðstaddur fæðinguna.Fjölskyldan mun dvelja á sjúkrahúsinu í nótt.

Drengurinn er 3,8 kíló eða 15 merkur. Hann er númer þrjú í röðinni í erfðaröð bresku krúnunnar.

Uppfært klukkan 20.10

Læknir Katrínar hefur undirritað formlega tilkynningu í samræmi við gamlar hefðir. Sendiboði konungsfjölskyldunnar fór með tilkynninguna til Buckinghamhallar og festi þar upp á aðalhliðið svo allir geti lesið.

Karl Bretaprins hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með sitt fyrsta barnabarn.

„Ég og konan mín erum gífurlega hamingjusöm yfir fæðingu drengsins. Þetta er einstakt augnablik fyrir Vilhjálm og Katrinu og við samgleðjumst þeim innilega. Við hlökkum mikið til að sinna ömmu- og afahlutverkunum, samkvæmt vísir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri