Nýbökuð móðir missir úr svefn í heilan mánuð fyrsta árið

Nýbökuð móðir missir úr svefn í heilan mánuð fyrsta árið

Það jafngildir því að sofa ekki í einn mánuð.

 Þetta er niðurstaða úr rannsókn sem framkvæmd var í Bretlandi nýlega. Þar voru rúmlega þúsund mæður spurðar út í svefnvenjur sínar eftir að litla krílið var nýkomið í heiminn. Rannsóknin sýndi að 98 prósent mæðranna vöknuðu að meðaltali 3,9 sinnum á nóttu og voru vakandi að meðaltali í 31,6 mínútur í senn fyrsta árið.

Samkvæmt rannsókninni sváfu mæðurnar að meðaltali í 7,8 klukkutíma á hverri nóttu. Þannig að ef meðal móðirin vaknaði 3,9 sinnum á hverri nóttu í 31,6 mínútur í senn, misstu þær rúmlega tveggja klukkutíma svefn á hverri nóttu. Á fyrsta árinu voru þær því vakandi samtals í tæplega 750 klukkutíma, eða rúmlega 31 dag, á hverri nóttu, samkvæmt vísir.

Talsmaður MyVouscherCodes.co.uk, sem framkvæmdi rannsóknina, sagði eftir að niðurstöðurnar voru birtar, að þær settu hlutina í samhengi. „Að eiga barn getur verið mikið áfall fyrir foreldra, ekki bara vegna þess að þeir missa úr svefn heldur líka kostnaðurinn og forgangsröðunin. Sama hversu mikið foreldrar undirbúa sig og hversu mikið þeir lesa sig til um barneignir, þá getur enginn sagt til um það hvernig barnið hagar sér fyrr en það er komið í hendurnar á þér.”

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri