neyta sjaldnar afengis

Neyta sjaldnar áfengis

Árið 1998 sögðust 42 prósent unglinga hafa orðið ölvuð einhverntímann síðustu 30 daga, en 14 prósent árið 2010.Sambærilegar niðurstöður fást þegar spurt er um reykingar og eru þetta með lægstu tölum sem þekkjast meðal unglinga í Evrópu. Kemur þetta fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.

Forvarnardagurinn var haldinn í fimmta sinn í öllum grunnskólum landsins í síðustu viku. Dagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

Rannsóknir á vegum Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík hafa sýnt fram á að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til að neyta fíkniefna. Þeir unglingar sem stunda skipulagt tómstundastarf eru síður líklegir til að neyta fíkniefna.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *