Leggja til að tannréttingar barna verði gjaldfrjálsar

Leggja til að tannréttingar barna verði gjaldfrjálsar

Leggja til að tannréttingar barna verði gjaldfrjálsar

Í greinargerð með ályktuninni kemur fram að það sé óboðlegt að börnum sé mismunað eftir efnahag foreldra, þar sem kostnaður við tannréttingameðferð getur hæglega farið yfir milljón. Efnaminni foreldrar veigri sér jafnvel við því að ráðast í tannréttingar barna sinna.

Bent er á að hægt sé að fá styrk að hámarki 150 þúsund krónur, en það dugi skammt og styrkupphæðin hafi ekki breyst í tuttugu ár. Um 30% af hverjum árgangi nýtir sér þjónustu tannréttingalækna, segir í greinargerð, þar sem áætlað er að kostnaður við að gera kostnaðinn gjaldfrjálsan geti numið um 1,5 milljörðum króna á ári.

Með tillögunni er lagt til að heilbrigðisráðherra verði falið að leggja fram frumvarp um gjaldfrjálsar tannréttingar barna eigi síðar en í desember 2021, samkvæmt Ruv.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri