Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá
Á vef Mannanafnanefndar má sjá að nefndin hafi samþykkt eiginnöfnin Elfríð (kvk), Salomína (kvk), Hanný (kvk), Elio (kk), Birningur (kk), Vana (kvk), Salvía (kvk) og svo Lauf sem skuli fært í mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn.
Nefndin samþykkti einnig millinafnið Úlfstað sem hefur einnig verið fært í mannanafnaskrá.
“Til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði 5. gr. laga, nr. 45/1996, um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru:
Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli.
Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi.
Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama”, samkvæmt visir.
{loadposition nánar fréttir}