Karlmenn kaupa barnaföt í Mjölni
Svo fór ég að leita úti um allt á netinu og fann ekkert,“ segir Berglind Baldursdóttir, eigandi Baby Gi.
Berglind Baldursdóttir hannar og selur bardagagalla fyrir ungbörn en segist sjálf ekkert hafa verið í bardagalistum.
Hún hafi einfaldlega verið að leita að gjöf sem leiddi hana út í frekari barnafataframleiðslu á fyrirburafötum og bardagagöllum úti í heimi.
Helstu viðskiptavinir hennar eru Bandaríkjamenn sem kaupa fötin aðallega í gegnum Amazon á netinu.
„Ég saumaði sjálf fyrstu prótótýpuna og var svo heppin að á þessum tíma vann ég sem deildarstjóri í samþykktardeildinni hjá Latabæ þar sem maður lærir á nánast allar vörur og vöruflokka sem tengjast börnum. Meirihlutinn af þeirri vinnu sneri að barnafataframleiðslu þannig að ég var með rosalega góðan bakgrunn,“ segir Berglind.
Baby Gi-gallarnir fást í netversluninni babygi.com og í Óðinsbúðinni í Mjölni en þeir eru í hvítum, bláum og rauðum litum og eru einnig væntanlegir í bleiku í netverslunina, samkvæmt vísir.
{loadposition nánar fréttir}