husaleiga

Húsaleiga fer lækkandi

Neytendasamtökin tóku saman verð á húsaleigu á höfuðborgarsvæðinu og báru saman við sambærilega könnun sem gerð var á vordögum 2008 og 2009. Niðurstaðan er sú að verð á leigu á fimm herbergja íbúðum hefur lækkað mest eða um 31,8% frá því árið 2008. Meðalleiga á slíkri íbúð er nú tæpar 170 þúsund krónur en var í apríl 2008 229 þúsund krónur eða rúmum 55 þúsund krónum hærra. Þá hefur verð á stúdíóíbúðum lækkað um 20% á sama tímabili, leiga á tveggja herbergja íbúð hefur lækkað um rúm 18% og verð á þriggja og fjögurra herbergja íbúðum um 15 og 13%.

Neytendasamtökin segja á vef sínum að gera megi ráð fyrir að raunveruleg lækkun sé umtalsvert meiri þar sem flestir leigusamningar taki tillit til neysluvísitölu og því hafi leigan hækkað hjá þeim sem gerðu langtímaleigusamning árið 2008. Sé leiguverð nú borið saman við könnun Neytendasamtakanna frá í mars í fyrra sést að leiguverð á stúdíóíbúðum, þriggja og fjögurra herbergja íbúðum hefur hækkað lítillega á sama tíma og leiguverð á öðrum íbúðum hefur lækkað um allt að fimm prósent.

 

 

{loadposition nánar fréttir}

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

oli
Author: oli

Vefstjóri