Hringdi inn sprengjuhótun til að koma í veg fyrir brúðkaup
Lögregla brást snöggt við, vélin var stöðvuð á flugbrautinni og dóttirin handtekin af þungvopnuðum víkingasveitarmönnum.
Þegar engin sprengja fannst í vélinni var símtalið rakið og þá komust laganna verðir að því að mamman hafði hringt. „Dóttir hennar hafði nýverið kynnst manni frá Marokkó og var á leið þangað til þess að giftast honum,” segir lögreglan. „Konan var á móti ráðahagnum og vildi alls ekki að dóttir sín flyttist til útlanda.” Umhyggjusama móðirin má búast við þungum dómi.
{loadposition nánar fréttir}