dagmamma
|

Hlustun og skilningur

dagmamma0 – 3 mánaða

  • Bregst við hljóðum
  • Þagnar eða brosir þegar þú talar til þess
  • Eykur eða minnkar sog sem viðbragð við hljóði

4 – 6 mánaða

  • Snýr höfði sínu á móti hljóðinu
  • Bregst við hljóðbrigðum í rödd þinni
  • Gefur gaum að leikföngum sem búa til hljóð
  • Gefur gaum að tónlist

7 – 11 mánaða

  • Skilur nei-nei
  • Hefur gaman að leikjum á borð við gjugg-í-borg
  • Snýr höfðinu markvisst í átt að hljóði
  • Hlustar þegar talað er til þess
  • Kannast við algeng orð eins og glas, skór eða mjólk
  • Byrjar að bregðast við þegar sagt er t.d. Komdu hingað eða Viltu meira?

12 – 17 mánaða

  • Skoðar leikfang eða bók í a.m.k. 2 mínútur
  • Fylgir einföldum fyrirmælum sem studd eru látbragði
  • Bregst við einföldum spurningum
  • Bendir á þekkta hluti, myndir og fjölskyldumeðlimi þegar það er spurt

18 – 23 mánaða

  • Bendir á líkamshluta eins og nefið, munninn eða hárið
  • Fer að hlýða á stuttar sögur, vísur og söngva
  • Fylgir einföldum fyrirmælum án bendinga eða látbragðs
  • Skilur einfaldar athafnir eins og að borða, að sofa (lúlla) eða að detta

2 – 2 ½ árs

  • Skilur forsetningar (afstöðuhugtök) á borð við inn í og ofan á
  • Skilur persónufornöfnin þú, mín, hans
  • Skilur lýsingarorðin stór, góður, vondur
  • Framfylgir fyrirmælum eins og Náðu í skóna þína

2 ½ – 3 ára

  • Barnið bregst við ef spurt er um hluti sem það þekkir en sér ekki, t.d. Náðu í boltann þinn og settu hann í kassann
  • Skilur mörg andstæð hugtök eins og heitt og kalt,upp og niður, inn og út
  • Skilur persónufornöfnin ég, þú, hennar o.fl.
  • Kann skil á grunnlitum eins og gulur, rauður og blár
  • Þekkir magnhugtökin allir og meira

3 – 4 ára

  • Nýtur þess í síauknum mæli þegar lesið er fyrir það – vill gjarnan heyra oft sömu söguna
  • Hefur gaman af vísum og fáránlegum fullyrðingum, t.d. hesturinn flaug hátt upp í loft
  • Flokkar hluti og hugtök á myndum, t.d. matur, föt, dót, krakkar
  • Þekkir flesta liti

4 – 5 ára

  • Skilur tiltölulega flóknar spurningar
  • Skilur mest af því sem talað er um heima og í leikskólanum

5 – 6 ára

  • Getur fylgt margþættum fyrirmælum og framkvæmt þau. Dæmi: Taktu stóra rauða boltann og settu hann við hliðina á bláa kassanum
  • Skilur og getur útskýrt atburðarás (fyrst gerðist…, svo…, en síðast….)
  • Skilur og hefur gaman af rími og rímsögum eins ogTóta tætibuska, Handa Gúndavél o.fl.

Heimildir: Heyrnar og talmeinastöð Íslands

oli
Author: oli

Vefstjóri