Hætt við að skima allar barnshafandi konur í kjölfar efnahagshrunsins
„Upphafið má rekja til atviks sem snertir mig persónulega. Góðir vinir mínir voru hér að fæða stuttu eftir að ég kom hingað sem þau misstu. Ég fór með það til Reykjavíkur og sá það gerast. Það barn sýktist af streptókokkum, reyndar af lungnabólgubakteríu í því tilfelli. Það barn misfórst. Það var mjög sárt,“ segir Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir á fæðingadeild Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Í kjölfarið settist Konráð niður og reiknaði út hvað það myndi kosta að skima allar barnshafandi konur. Kostnaðurinn var sáralítill þá og dag er efniskostnaður fyrir hvert sýni 360 krónur.
Ráðgjafahópur um skimanir smitsjúkdóma lagði til að sama verklag yrði tekið upp um allt land í skýrslu sinni til Heilbrigðisráðherra í október 2008. Kostnaður við GBS skimun var talinn vera 7,3 mkr. á ári miðaður við verðlag á miðju ári 2008.
Þeir sem eru mótfallnir því að allar konur séu skimaðar hafa bent á aukinn kostnað og þá hefur því einnig verið haldið fram að verið sé að sjúkdómavæða eðlilega fæðingar.
Konráð segist ekki alveg átta sig á þeim rökum.
„Við erum að taka sýni fyrir svona skrýtnum hlutum eins og sýfilis sem við höfum ekki greint í tugi ára hér. Samt erum við alltaf að taka þessi sýni. Það er grundvallarlega enginn munur á þessu.“
Konráð segir að ef að skimun geti bjargað mannslífum ætti ekki að vera taka ákvörðun um slíkt.
„Það er nú kannski fyrst og fremst það sem við eigum að vera að stefna að í læknisfræðinni,“ sagði Konráð, samkvæmt vísir.
{loadposition nánar fréttir}