Greiddi atkvæði á leiðinni á fæðingardeildina
Galcia var sótt á heimili sitt í Dolton í Illinois í gær. Tíminn var naumur. Samdrættirnir komu á fimm mínútna fresti og því var ákveðið að hraða Galiciu á næsta sjúkrahús.
Þetta var fyrsta barn Galiciu og jafnframt fyrstu forsetakosningar hennar.
„Ég hafði aldrei kosið áður,” sagði Galicia í samtali við fréttastofu WBBM í Chicago. „Og ég vildi setja dóttur minni gott fordæmi.”
Hún heimtaði að koma við á kjörstað og greiða atkvæði: „Ég reyndi að lesa af kjörseðlinum. Ég andaði og las, andaði og las.”
Og það gerði hún. Ekki fylgir sögunni hvor frambjóðandinn hlaut atkvæði Galiciu, samkvæmt vísir.