Gjöld á brjóstapúða en ekki á túrtappa

Gjöld á brjóstapúða en ekki á túrtappa

Þessar vörur, ásamt öðrum, voru skilgreindar sem lækningavörur, en samkvæmt frumvarpi velferðarráðherra á að setja sérgjald á þær vörur. Það á að standa undir skráningu.

 

„Við erum að tala um smokka og aðrar getnaðarvarnir, við erum að tala um dömubindi og tíðatappa, bleiur og bleiufóður, við erum að tala um linsuvökva og við erum að tala um tannþráð – sem lækningatæki,” sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að fyrir mistök hafi ekki verið hreinsað út úr skrá vörumerkja sem bera eiga gjaldið.

„Hugmyndin á bak við frumvarpið er að ná utan um þau tæki sem notuð eru í mannslíkamanum. Þetta kemur í kjölfarið á brjóstapúðamálinu, og fylgjast með skráningu og eftirliti á þeim tækjum. Það er notað hugtakið lækningatæki og undir því eru allir þessir smáhlutir og rekstrarvörur sem aldrei stóð til að leggja nein gjöld á eða bæta við eða breyti eftirliti á.”

Guðbjartur mun draga frumvarpið til baka og leggja það fram að nýju í janúar. Þá verður búið að hreinsa út þær vörur sem ekki stendur til að skrá.

„Þetta er fyrst og fremst til að fólk lendi ekki í svipaðri stöðu og með brjóstapúðana. Það á að vera rekjanlegt hvaða vörur er verið að nota og hverjir nota þær.”

Guðbjartur segir mistökin liggja í því að skilgreiningin á lækningatækjum hafi verið mun víðari en hann hafi gert sér grein fyrir. Eftir stendur að í tollskrám eru dömubindi, bleiur, túrtappar og tannþráður flokkuð sem lækningavörur, samkvæmt vísir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *