Fyrsta skiptið sem tvær konur sinna sjúkraflutningum

Fyrsta skiptið sem tvær konur sinna sjúkraflutningum

 

Fáar konur hafa starfað sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í gengum tíðina.

Aðeins ein kona er fastráðin hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í dag. Það er Birna Björnsdóttir sem hefur starfað þar síðan árið 2008. Hún er þriðja konan sem er í fullu starfi hjá slökkviliðinu. Í vor tók svo Kristín Eva Sveinsdóttir til starfa sem sjúkraflutningamaður í afleysingum í sumar. Þær tvær aka nú saman sjúkrabíl og eru þær fyrstu tvær konurnar í sögu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til að gera það.

Kristín Eva segir að fyrst þegar þær hafi sinnt saman sjúkraflutningum hafi fólk veitt því athygli að tvær konur sinntu starfinu.

„Það reikna ekkert allir með því að það sé kona í þessu starfi. Þannig að það er svona einstaka sinnum sem að maður fær svona smá, „bíddu já“. Eins og þegar við komum inn á spítalann og svona þá er oft sagt, strákarnir eru komnir,“ segir Birna.

Þeir sem eru fastráðnir hjá slökkviliðinu starfa bæði sem sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn líkt og Birna gerir. Hún segir því mikilvægt að vera í góðu formi til að geta tekist á við öll þau verkefni sem þarf að sinna. Hún segir konur ekki hafa verið nógu duglegar að sækja um og því ánægjuefni að þeim fjölgi í sumar.

„Ég hvet bara allar konur sem hafa áhuga að koma sér í form og sækja um. Maður þarf að vera vel á sig kominn til að ná inntökuprófinu, en það er ekkert óyfirstíganlegt,“ segir Birna.

Hún og Kristín Eva eru sammála um að gaman væri að sjá fleiri konur í slökkviliðinu, samkvæmt vísir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri