Fæðingum fjölgar í Evrópu en frumbyrjur verða eldri

Fæðingum fjölgar í Evrópu en frumbyrjur verða eldri

Fæðingum fjölgar í Evrópu en frumbyrjur verða eldri

Í umfjöllun Eurostat kemur fram að meðalaldur frumbyrja á Íslandi hafi verið 27,8 ár en alls voru fyrstu fæðingar 1.559 talsins á Íslandi árið 2016. Annars voru frumbyrjur yngstar í Búlgaríu og Rúmeníu, eða 26 ára að meðaltali. Í raun voru rúm fjórtán prósent allra fæðinga í Evrópu þar sem móðir er á unglingsaldri í þessum tveimur löndum.

Á sama tíma voru frumbyrjur elstar á Ítalíu, eða 31 árs að meðaltali.

Rannsókn Eurostat, sem byggir á útgefnum gögnum frá aðildarríkjunum, sýnir að aðeins fimm prósent af fyrstu fæðingum í Evrópusambandinu voru hjá konum sem voru tvítugar eða yngri og um leið að þrjú prósent frumbyrja voru fertugar eða eldri.

Fæðingartíðni í ESB árið 2016 var 1,6 fæðingar fyrir hverja konu. Lægsta tíðnin var á Spáni, eða 1,34, en hæst í Frakklandi, eða 1,92.
Meðalaldur frumbyrja á Íslandi fer hækkandi. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu var meðalaldur þeirra frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 undir 22 árum. Eftir miðjan níunda áratug síðustu aldar fór meðalaldurinn hækkandi og var 27,8 ár árið 2016, eins og áður segir, samkvæmt visir.

{loadposition nánar fréttir}

oli
Author: oli

Vefstjóri